19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00

Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri, Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur og Hanna Rún Sverrisdóttir, lögfræðingur, frá dómsmálaráðuneyti. Þær kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 276. mál - sviðslistir Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur og Jóhann Þorvarðarson, lögfræðingur. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 183. mál - heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 Kl. 09:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson með fyrivara, Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara, Hjálmar Bogi Hafliðason og Jón Steindór Valdimarsson með fyrivara.

Að nefndaráliti minni hluta stendur Anna Kolbrún Árnadóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10